Rjómalagið 4. október: Pushy Parents – Secret Secret

Hin sænska sveit Pushy Parents er nýjasta útspilið frá hinni virtu spænsku indiepopp útgáfu Elefant Records, en fyrsta afurð þessarar sveitar verður smáskífa í seríunni “New Adventures in Pop”. Meðlimir Pushy Parents eru engir nýgræðingar í popp bransanum, en Amanda Aldervall og Roger Gunnarsson léku áður saman í Free Loan Investments sem er mörgum að góðu kunn. Roger þessi og aðrir meðlimir sveitarinnar, Daniel Jansson og Le Prix, hafa svo dundað við að semja lög fyrir, og með, virtum söngkonum á borð við Sally Saphiro og Önnu Ternheim. Það er því óhætt að segja að popp-formúlurnar steinliggi hjá þessu liði, og ef þið leggið vel við hlustir þá má meira að segja heyra Eurovision-hækkun undir lok lagsins.

Í ljósi alls þessa, þá þykir mér það ennfremur hæpið að þau komi sjálf fram í myndbandinu við lagið “Secret Secret”, en þarna virðast spreyta sig óharðnaðir unglingar. Gaman að því.

Pushy Parents á Facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.