Frumraun tónlistarmannsins Kjarr (Kjartan Ólafsson) er nú komin út. Breiðskífan, sem ber nafn höfundar síns, var þrjú ár í vinnslu og fór vinnsla plötunnar fram í Reykjavík, Hafnarfirði og Glasgow. Öll lögin eru úr hugarheimi Kjartans Ólafssonar, sem gerði garðinn frægann með hljómsveitunum Ampop og Leaves, og eru þau öll í gegnsýrðum stíl fyrir neðan marka meðvitaðrar skynjunar. Platan er nú einungis fáanleg á hinum íslenska tónlistarvef Gogoyoko, en kemur út viku síðar í geisladiskaformi í allar helstu plötubúðir landsins.