Iceland Airwaves ’11: tUnE-yArDs

Söngkonan Merrill Garbus skipar bandarísku “eins-manns-sveitina” Tune-yards. Hún hefur hlotið mikið lof gangrýnenda að undanförnu fyrir aðra breiðskífu sína, w h o k i l l, sem kom út í apríl á þessu ári á vegum 4AD. Tvö lög af plötunni, “Bizness” og “Gangsta”, hafa þar að auki farið um netið eins og eldur í sinu. Stúlkan skapar tilraunakennda popptónlist þar sem rödd og söngur leikur stórt hlutverk.

Á tónleikum notar Tune-yards mikið lúppur sem hún skapar á staðnum ýmist með rödd sinni, ukulele og/eða trommum. Henni til halds og trausts eru svo saxófónar og rafbassi. Fyrir vikið verður flutningurinn hálfgerður bræðingur af elektrónískum og lifandi elementum.

Tune-yards eiga bókað pláss á NASA kl. 23.30 á föstudeginum.

Tuneyards – Bizness

Tuneyards – Gangsta

2 responses to “Iceland Airwaves ’11: tUnE-yArDs”

  1. kristoffer says:

    Hey! Remember to check out https://www.facebook.com/pages/Song-For-Wendy/187162021294195?v=info @ Airwaves. It’s brilliant.

  2. ég sá tUnE-yArDs spila fyrir ca 2 vikum síðan og get staðfest að þetta er ein besta tónleikaupplifun seinni ára.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.