Rjómalagið 5. október: Plastic Girl in Closet – Pretty Little Bag

Það var í apríl síðastliðnum sem ég gerði japönsku shoegaze sveitinni Plastic Girl In Closet fyrst skil, en þá var sveitin dúett með eina plötu í farteskinu. Þau skötuhjúin Yuji og Ayako hafa nú fengið til liðs við sig tvo nýja meðlimi, og gáfu út aðra plötu sína í sumar. Þetta er í meira lagi poppað shoegaze, blessunarlega sungið á japönsku þótt titlarnir séu á ensku. Hérna er fyrsti smellurinn af plötunni Cocoro; “Pretty Little Bag”. Skondið hvað það eru oft magnaðir titlar á japönskum lögum og hljómsveitum.

Heimasíða hljómsveitarinnar | Eldri færsla á Rjómanum

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.