Iceland Airwaves ´11: JD McPherson

Elvis er steindauður! Hins vegar er tónlist herra Presley og félaga frá árdögum 6.áratugarins langt í frá týnd og tröllum gefin. Það er að minnsta kosti ekki hugar hins magnaða rockabilly(hunds) JD McPherson frá Alabama-fylki í Bandaríkjunum. Með fjölskyldbakgrunn sinn (hörkuvinnandi föður og guðhrædda móður) afar suðurríkja/Cash/Presley-ilmandi, gítar, rödd sem selur grimmt og brilliantín í hárinu hefur McPherson endurreist trú heimsins á þessari einstaklega heillandi tónlistarstefnu, rockabilly. Þó svo megininntak tónlistar kappans sé tengd fyrrnefndri stefnu hefur McPherson náð að blanda áhrifum frá Talking Heads og Bad Brains inn í lagasmíðar sínar og er það einfaldlega alveg geggjaðslega spennandi. Frumburðurinn Signs & Signifiers hefur vakið mikla lukku í tónlistarheiminum en platan, sem kom út fyrir sléttu ári síðan, hefur alið af sér súpersmellinn North Side Gal og Fire Bug. Hafa fáir ölþyrstir næturgalar vart misst af rokk og ról sveiflu við undirleik McPherson á knæpum landans og er nú um að gera að henda brilliantíni í hárið, henda sér í gallann, pússa stígvélin vel og ná JD McPherson á Iceland Airwaves 2011. Ætli það verði ekki hól lott of sjeikíng góin on? Ef Jerry Lee Lewis er sama. Já, svo er vert að minnast á að sólgleraugu innandyra eru fyrirgefin þetta kvöldið.

JD McPherson stígur á svið á Gauk á Stöng laugardagskvöldið 15.október klukkan 23.20.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.