Iceland Airwaves ’11: Beach House

Beach House er vafalaust eitt af stærstu nöfnum Airwaves hátíðarinnar í ár. Sveitin ætti nú að vera lesendum Rjómans góðkunnug enda höfnuðu bæði Devotions, frá 2008, og Teen Dream, frá 2010, á lista Rjómans yfir bestu plötur þeirra ára.

Beach House var stofnuð í Maryland-fylki árið 2004 af Victoriu Legrand og Alex Scally. Tveimur árum síðan leit frumburðuinn dagsins ljós, en hann heitir einfaldlega Beach House. Platan fékk mjög jákvæða dóma og endaði m.a. á árslista Pitchfork. Devotions, sem kom út tveimur árum síðar, gaf fyrri plötunni ekkert eftir og jók hróður sveitarinnar enn frekar. Beach House gekk síðan til liðs við herbúðir Sub Pop, gaf út sína þriðju breiðskífu, Teen Dream, og þá fóru hjólin að rúlla fyrir alvöru. Á plötunni útvíkkaði sveitin hljóðheim sinni töluvert og poppaði hann svolítið upp. Fyrir vikið uppskáru þau breiðari hlustendahóp.

Fyrir þá sem ekki þekkja til Beach House þá framreiðir dúettinn einskonar drauma-popp. Skemmtarar sjá gjarnan um hryjandina, raforgel og gítarlínur mynda saman dreymandi óm sem Victoria syngur svo yfir með sinni sérstæðu röddu (á köflum minnir hún smávegis á Nico). Á hljómleikum verður dúettinn gjarnan að tríó, en þá fá þau trommar sér til halds og trausts.

Beach House leikur fyrir dansi í Hafnarhúsinu kl. 23.00 á fimmtudaginum.

Beach House – Master of None (af Beach House)

Beach House – Gila (af Devotions)

Beach House – Zebra (af Teen Dream)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.