• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Iceland Airwaves ’11: SBTRKT

Fyrir þá sem ætla að reima á sig dansskónna á Airwaves ættu ekki að láta SBTRKT framhjá sér fara. SUBTKT, eða Subtract, er listamannsnafn bresks plötusnúðs sem vill helst að fólk viti sem minnst um sig. Þessvegna klæðist hann einhverskonar bangsagrímu á tónleikum og talar sem minnst um persónu sína viðtölum. Á síðustu þremur árum hefur hann gefið frá sér fjöldann allan af smáskífum, endurhljóðblöndunum og stuttskífum. Það var svo núna í lok júní að fyrsta breiðskífan leit dagsins ljós – en hún er samnefnd listamanninum. Á plötunni ægir saman ýmsum stefnum raftónlistarinnar með einkar dansvænni útkomu. Á tónleikum kemur kappinn venjulega fram einn og óstuddur – og reynir að eigin sögn að gera eitthvað meira en að fikta í lapptoppnum til að koma áhorfendum í stuð.

SBTRKT verður á NASA kl. 00.30 á aðfaranótt sunnudags.

SBTRKT – Wildfire

SBTRKT – Pharaohs

Leave a Reply