A Turn in the Dream-Songs: Ný plata frá Jeffrey Lewis

Á mánudaginn kemur út ný plata frá, að mati undirritaðs, merkilegasta söngvaskáldi dagsins í dag: fjöllistamanninum Jeffrey Lewis. Platan nefnist A Turn in the Dream-Songs og er fyrsta sóló-stúdíóplata Jeffreys síðan ‘Em Are I kom út árið 2009. Við fyrstu hlustun virðist hljómurinn vera ósköp svipaður síðustu tveimur eða þremur plötum Lewis: áherslan er á fyrst og fremst á textana, upptökurnar eru nokkuð hráar og byggjast aðallega á akústískum hljóðfærum. Áhrifin frá hippaþjóðlagasýrutónlist eru áberandi líkt og á síðustu plötu. Það er því ólíklegt að skoðanir fólks á tónlist Lewis muni taka grundvallarbreytingum með þessari nýju plötu, en hún er a.m.k. mikill fengur fyrir aðdáendur. Mikið er um gestagang á A Turn in the Dream-Songs, en þar koma m.a. við sögu meðlimir hljómsveitanna Dr.Dog, The Wave Pictures og Au Revoir Simone.

Hægt er að streyma plötunni Breska dagblaðið The Guardian og þar skrifar Lewis einnig nokkrar línur um hvert lag.
http://www.guardian.co.uk/music/musicblog/2011/oct/05/jeffrey-lewis-turn-dream-songs

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.