Dad Rocks! gefur út Mount Modern

Platan Mount Modern með Dad Rocks! mun koma út þriðjudaginn 11. október næstkomandi. Platan er gefin út hér á landi af Father Figure Records í samvinnu við jaðarútgáfuna Kimi Records. Dad Rocks! kemur fram á Iceland Airwaves í fyrsta sinn þann 15. október klukkan 22.30 í Kaldalónssal Hörpunnar.

Dad Rocks! er sólóverkefni Snævars Albertssonar en hann hefur verið búsettur í Árhúsum undanfarin ár og meðal annars getið sér gott orð sem liðsmaður dönsku sveitarinnar Mimas (sem kemur einnig fram á Iceland Airwaves). Snævar hefur safnað í kringum sig 8 manna hljómsveit og komið fram á virtum tónlistarhátíðum undanfarna mánuði, meðal annars Great Escape í Brighton, Spot hátíðinni í Danmörku og PopKomm hátíðinni í Berlín. Einnig mun hún koma fram á hinni virtu hátíð CMJ í New York í lok október mánaðar.

Tónlist Dad Rocks! má kalla þjóðlagasýrukántrípopp (e. country freak folk pop) og meðal áhrifavalda má nefna Why? og Bill Callahan. Íslendingum gefst svo tækifæri á að sjá Dad Rocks! Á tónleikum því hljómsveitin kemur fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves auk þess að koma fram á nokkrum tónleikum utan dagskrár.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.