Iceland Airwaves 11′: Iceage

Eitt mest hæpaða rokkband ársins er danska unglingapönksveitin Iceage. Iceage spila gamaldags melódískt pönk með dassi af illa spilaðri nýbylgju og gotneskum undirtónum (þegar þetta blandast saman verður þetta reyndar bara nokkuð nútímalegt indírokk). Útlit sveitarinnar og allt myndmál er líka í þessum anda, með hefðbundnu pönkblæti fyrir skít, hráleika og hálffasískum táknum.

Einvaldur indíplötudóma, Pitchfork, gaf frumrauninni New Brigade 8,4 í einkunn og þar með var ísinn brotinn. Síðan þá hafa Iceage túrað heiminn og fært honum sudda og danskt unglingahelvíti.

Iceage spila laugardagskvöldið 15.október klukkan 00:20 á Gauk á Stöng.

Iceage – Remember

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.