• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Iceland Airwaves’11: Veronica Falls

Breska sveitin Veronica Falls var stofnuð í London árið 2009 upp úr rústum nokkurra lítt þekktra indíbanda. Á næstu tveimur árum smíðuðu þau nokkrar þrælskemmtilegar smáskífur og fengu svo loks útgáfusamning hjá Bella Union. Frumburðurinn, sem er samnefndur sveitinni, kom út fyrir skemmstu og hefur hlotið þessa fínu dóma.

Veronica Falls leikur indí-popp af breska skólanum með tvisti. Á köflum minnir bandið á sveitir eins og The Pastels og Belle and Sebastian. Veronica Falls seyðir þó fram mun skítugri og rokkaðri hljóm en fyrrnefnd bönd; mögulega mætti rekja það til upptökustjórans Guy Fixsen. Herramaður sá hefur unnið með böndum á borð við My Bloody Valentine, Stereolab og Slowdive. Hverju sem því líður þá er óhætt að mæla með sveitinni; að mínu mati er Veronica Falls eitt það áheyrilegasta sem Airwaves býður upp á þetta árið.

Veronica Falls leikur í Norðurljósum Hörpunnar kl. 20.50 á laugardeginum.

Veronica Falls – Come On Over

Leave a Reply