Kebab Diskó með Orphic Oxtra

Gróskan og sprettan í íslenskri plötuútgáfu er með ólíkindum og eykst jafnt og þétt eftir því sem nær líður að Mammonshátíðinni Jólum. Hér verður fjallað um eina ágætis plötu sem var að koma út og geta lesendur bölvað sér uppá að fjallað verður um fleiri slíkar, jafnt og þétt, á næstunni.

Kebab Diskó með Orphic Oxtra
Önnur breiðskífa Orphic Oxtra komin í forsölu á gogoyoko.com en sjálfur diskurinn kemur svo í verslanir núna á miðvikudagin. Orphic Oxtra leikur, eins og flestum ætti að vera kunnugt, hressandi balkan tónlist sem erfitt er að sitja undir nema maður geri einhverskonar tilraunir til dans eða sambærilegra hreyfinga.

Orpic Oxtra koma fram á Iceland Airwaves bæði þann 14., klukkan 20:00 á NASA, og sunnudaginn 16. á Gauki á Stöng (einnig klukkan 20:00).

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.