Airwavesdagbók Kristjáns: Föstudagur

16:35 Just Another Snake Cult á Kaffistofnni Hverfisgötu. Hrópandi hippar að spila sörfað skrýtipopp. Vildi að ég væri þau.
17:05 Bíð eftir Sindra Eldoni á Kaffistofunni. Gigginu er hins vegar frestað á síðustu stundu.
17:15 Sé Mammút spila nokkur lög  í kjallara á Laufásvegi. Lofthæð 2,30 m.
17:45 Hitti sæta stelpu, spjalla við hana.
18:05 Hlusta á Rakeli Mjöll og Gabby Maiden spila nokkur sæt úkúlelelög í Nýlenduverzlun Hemma og Valda.
19:15 Kíki á Gang Related á Amsterdam. Sindri Eldon stendur við barinn. Gang Related hljóma ágætlega en valda mér smá vonbrigðum. Kannski er ég bara með hugann við eitthvað annað. Verð líklega að gefa þeim annan sjéns seinna.
19:27 Sæta stelpan hringir. Spyr hvað planið sé í kvöld.
19:30 Fæ mér kjúklingadöner og kaffi á Ali Baba
19:40 Á leiðinni í bílinn lendi ég í rigningarstormi. Gegnblautur.
19:55 Fer í leikhús. Síðasta sýning á Zombíljóðunum.
21:47 Mæti í röðina á NASA – hún nær að miðju Alþingishúsinu.
21:49 Hitti gott fólk í miðri röðinni. Spjalla þangað til að ég er orðinn viðurkenndur hluti hópsins.
22:09 Röðin gengur ekkert.
22:11 Næ að nota menntaskólaþýskuna mína til að small-talka við þjóðverja.
22:14 Sæta stelpan mætir. Hún treður sér líka inn í röðina.
22:30 Röðin gengur ekkert.
22:45 Ákveðum að hætta þessu rugli og fara yfir í Iðnó.
22:51 Whiskí – 1000 krónur.
22:54 Puzzle Muteson spilar lágstemmda tónlist. Fólk talar hátt. Enginn virðist vera að hlusta.
23:30 Owen Pallett byrjar.
23:34 Owen Pallett er frábær.
23:39 Ég laumast til að taka í hendina á sætu stelpunni
23:46 Owen Pallett verður bara bakgrunnstónlist þegar ég tek utan um sætu stelpuna. Langar að kyssa hana en ákveð að það sé ekki við hæfi.
Síminn deyr og tímaskyn hverfur.
Owen Pallett er búinn. Ég kaupi mér bjór og kjúklingasamloku.
Gleymi að sjá Oy af því að ég er að kenna skoskum manni að segja ,,heftari“. Heyrði seinna að hún hefði verið frábær: hljóðtilraunir með blöðrur, brúður og lög um náin kynni lítilla barna. Hljómar áhugavert.
Annar bjór.
Útidúr byrja að spila. 12 manns. Það heyrist ekkert í söngkonunni.
Þau eru að blanda house-tónlist við hið hefðbundna stuðkrúttindípopp sitt. Ég dansa.
Iðnó er lokað.
Ennþá smá röð á NASA.
Sæta stelpan ætlar ásamt öðrum á Faktory. Ég fylgi. Fæ smók af blárri sígarettu. Merkilegt.
Á Faktorý er mikil röð. Þar er Kasper Björke víst að þeyta skífum. Fólk dansar á fótboltabilljarðborðinu fyrir utan staðinn. Við bíðum lengi.
Ölvun er horfin. Sæta stelpan segist vera þreytt.
Ég er líka þreyttur.
Förum heim.
Kemst að því að hafi ekkert pælt í tónleikum kvöldsins. Verð víst að skálda eitthvað upp fyrir Rjómann á morgun.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.