• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Þórir Georg heldur útgáfutónleika

  • Birt: 20/10/2011
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Sunnudaginn 23. október ætlar tónlistarmaðurinn Þórir Georg að halda tónleika í Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda til að halda upp á útgáfu plötunnar hans Afsakið.

Plötuna tók hann upp rétt fyrir áramótin síðustu og hefur hún verið fáanleg á netinu síðan þá en kom nýverið út á geisladisk og er fáanleg í öllum helstu plötubúðum höfuðborgarsvæðisins. Þórir Georg hefur áður gefið út plötur undir nafninu My Summer as a Salvation Soldier auk þess að hafa spilað með hinum ýmsu hljómsveitum en Afsakið er fyrsta sóló plata hans á íslensku.

Auk Þóris mun tónlistarmaðurinn Axel Flóvent koma fram en hann er yngri bróðir Þóris. Axel er, þrátt fyrir ungan aldur, búinn að vera að búa til tónlist í nokkur ár en þessir tónleikar verða fyrsta opinbera framkoma hans sem sóló listamaður. Tónleikarnir byrja klukkan 20:00 og er aðgangseyrir enginn.

Þórir Georg – Er Sem Er

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply