Rjómalagið 23. október: Television Personalities – World of Pauline Lewis

Skammt er síðan fréttir bárust af því að Dan Treacy, forsprakki Television  Personalities lægi milli heims og helju á gjörgæsludeild eftir skurðaðgerð til að fjarlægja blóðtappa í heila. Sveitin sú hefur í gegnum tíðina verið innblástur öðrum eins og t.d. The Pastels og Pavement og sú eðla sveit MGMT samdi lagið “Song for Dan Treacy” á skífunni Congratulations. Fyrsta útgáfa Television Personalities leit dagsins ljós 1978, en árið 1981 kom út fyrsta breiðskífan, And Don’t the Kids Just Love It, og þykir þar mikið meistarastykki á ferðinni. TVP hafði einnig mikil áhrif á hina svokölluðu C-86 stefnu, og eiginlega bara allt indiepoppið eins og það leggur sig. Hin sænska Acid House Kings var einmitt nýbúin að senda frá sér lag í samstarfi við Dan Treacy þegar þessar voveiflegu fréttir bárust, en engan bilbug var að finna á Dan og Television Personalities fram að því, þótt hann væri vissulega einn eftir upprunalegra meðlima.

Rjóminn óskar Dan Treacy góðs bata, og eftir talsverða yfirlegu og spekúlasjónir er hérna eitt spikfeitt lag af fyrstu plötu sveitarinnar.

Television Personalities – World of Pauline Lewis

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.