Rjómalagið 24. október: Bitch Magnet – Sea Of Pearls

Bitch Magnet hefur ýmist verið kölluð post-punk, post-hardcore eða bara post-rock hljómsveit. Ég hafði ekki hugmynd um þessar skilgreiningar þegar ég féll fyrir bandinu fyrir mörgum árum síðan, og er svosem ennþá alveg sama hvaða tegund af tónlist þeir spila. Fyrir mér er þetta bara helvíti góður hávaði, og þeir höfðu svipaða stöðu í mínum huga og t.d. Jesus Lizard og Fugazi. Hljómsveitin varð ekkert sérlega langlíf, starfaði frá 1986-1990, og þriðja og seinasta plata þeirra kom út 1990. Allar þessar skífur eru svo sagðar hafa haft áhrif á fjöldamargar  sveitir sem í  dag spila agressíva og flókna tónlist, og má nefna Battles þar á meðal.

Bitch Magnet er nú skriðin úr hýðinu og upprunalegt line-up sveitarinnar mun spila á All Tomorrow Parties “Nightmare Before Christmasfestivalinu, þann 10nda desember, og heyrst hefur af aukatónleikum þess utan. Vonandi spila þeir bara sem mest og hæst, og koma hingað á klakann líka. Ennfremur stendur til að endurútgefa allar þrjár plötur þeirra í “Deluxe” útgáfum, bæði á vínyl og CD.

Það tekur á að velja úr eitthvað eitt lag með Bitch Magnet, en úr varð að velja lagið sem upprunalega kveikti áhuga minn á sveitinni, af fyrstu plötunni sem bar heitið Star Booty. Svo borgar sig að hækka í botn, slökkva ljósin og láta sig sökkva ofaní hávaðasúpuna.

Bitch Magnet – Sea of Pearls

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Bitch Magnet á Facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.