Uppvakningahátíð & kvikmyndatónleikar

Aðdáendur uppvakningamynda hafa nú ástæðu til að gleðjast því kammerpönksveitin Malneirophrenia og Bíó Paradís standa fyrir Uppvakningahátíð og kvikmyndatónleikum 29. og 30. október næstkomandi.

Malneirophrenia hefur valið fimm sígildar uppvakningamyndir sem verða sýndar yfir tvö kvöld. Þar að auki heldur sveitin kvikmyndatónleika í tilefni 100 ára afmælis þögla meistaraverkisins L’Inferno (1911), fyrstu ítölsku kvikmyndarinnar í fullri lengd. Rafdúettinn Radio Karlsson hitar upp fyrir sýninguna.

Dagskrá:

29. október

18:00 Night of the Living Dead (1968)
20:00 Kvikmyndatónleikar – L’Inferno (1911)
(Malneirophrenia og Radio Karlsson)
22:00 The Grapes of Death (1978)

30. október

18:00 White Zombie (1932)
20:00 Let Sleeping Corpses Lie (1974)
22:00 Zombi 2 (1979)

1000 kr stök sýning / 2000 kr kvöldið / 3500 kr bæði kvöldin

Nánari upplýsingar á bioparadis.is og malneirophrenia.com. Einnig á facebook!

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.