Rjómalagið 25. október: Spaghetti Vabune! – Pastel Popcorn Spring Day

Enskir titlar og textar hjá Japönskum hljómsveitum eru furðu oft því marki brenndir að virðast þýddir með google translate. Svo gildir um hljómsveitina Spaghetti Vabune! sem óháð því er að mínu mati með betri Japönskum hljómsveitum og plata þeirra summer vacation, sunset vehicle ratar sífellt í geislaspilarann aftur.

Eftir því sem ég kemst næst var sveitin a tarna stofnuð árið 2001 og er enn á fullu. Utan fyrrnefndrar plötu árið 2003 gáfu þau út Guitar Pop Grand Prix árið 2006. Titillinn sá lýsir tónlistinni ágætlega, þetta er létt og ægilega grípandi gítarpopp.

Einhverjir textar eru á japönsku, en aðrir á ensku, en það verður að segjast að talsvert erfitt er að skilja textana þótt á ensku séu. Það fyndnasta er nú samt að þeir eru enn óskiljanlegir þótt maður lesi þá af blaði sem fylgir plötunni. Það er reyndar ekkert nýtt að textar séu óskiljanlegir, en þetta er bara svo skemmtilega óskiljanlegt. Ég mana ykkur til að hlusta á lagið pastel popcorn spring day fyrst án þess að lesa textann með, sem verður auðvitað erfitt þar sem hann fylgir hér að neðan.

Spaghetti Vabune! – pastel popcorn spring day

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Today, sunny,  brighty, lovely day!
It’s a beautiful day for me
Savor of spring, savor of lunch,
of course let’s go to my picnic party!

Wake up hurry, shake hip moody,
come on and hurry, everybody’s waiting for me

Do you have a picnic lunch
Do you have my strawberry
Cheeze crackers,
melon icecream,
pastel popcorns,
meat spaghetti!

Wake up hurry, shake hip moody,
come on and hurry, everybody’s waiting for me

“Why don’t you go to Greenerfield?”
“That’s Mountain!”
“The alpen meadow?”
“Let’s have a lunch!”
“Let’s have a break!”
“I wanna walk a little more!”

Wake up hurry, shake hip moody,
come on and hurry, everybody’s waiting for me

Aukalag: chocolate song (sungið á bæði ensku og japönsku)

Spaghetti Vabune! á Facebook | Heimasíða sveitarinnar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.