Rjómalagið 30.október: The Books – Free Translator

Eitt frumlegasta og hugmyndaríkasta band síðustu ára er, að mínu mati, hollensk-ameríska hljómsveitin The Books. Tónlist sveitarinnar er að mestu leyti unnin upp úr og í kringum hljóð sem meðlimirnir finna á förnum vegi og klippa saman í nýja heild. Ólíkt t.d. Girl Talk sem blandar allskonar tónlist saman í mash-up, notast The Books að miklu leyti við talað mál og búa þannig til frásögn eða söguþráð sem tónlistin er unnin í kringum. Í sköpun hljóðmyndarinnar notast The Books oftast við rafræn hljóð til að túlka slagverk og svo órafmögnuð hljóðfæri, gítar og selló, ofan á.  Klippimyndaviðhorfið til listarinnar nær þó lengra en einungis til þess að blanda inn í tónlistina gömlum hljóðbútum, því að ef sveitin syngur sjálf eru textarnir unnir upp úr orðum annarra. Gott dæmi er lagið “Free Translator” af nýjustu plötu sveitarinnar The Way Out sem kom út í fyrra. Gítarleikarinn og söngvarinn Nick Zammuto segir frá tilurð texta lagsins.

“Fyrir þetta lag tókum við þekkt þjóðlag (sem okkur hefur verið ráðlagt að nefna ekki) og með því að nota frían þýðingarbúnað, þýddum við textann milli mála: til dæmis yfir á þýsku, þaðan yfir á ítölsku, úr henni yfir á frönsku, svo á sænsku og svo að lokum yfir á ensku. Útkoman var mögnuð. Allt myndmálið varð fullkomlega öfugsnúið, setningabyggingin var snilldarlega brengluð,  óvenjuleg nafnorð birtust óútskýranlega í undarlegum samhengjum… þetta vað frjálst hugsanaflæði tölvunnar byggt á upprunalega textanum að svo miklu marki að “kóverið” var orðið að nýju lagi. Þegar hingað var komið var því algjörlega óljóst hver hafði samið lagið… þetta var einhverskonar fjöldasamstarf málfræðinga, forritara og lagasmiða. Bæði Paul [de Jong sellóleikari og hinn helmingur The Books] og ég þýddum og endurþýddum textann þangað til nýju stafirnir fóru smám saman að birtast og þá söfnuðum við bestu augnablikunum saman í textann okkar.”

Það hafa verið færð nokkuð sannfærandi rök fyrir því að lagið sem um ræðir sé “Subterranean Homesick Blues” eftir Bob Dylan, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Undirleikurinn í laginu er svo m.a. unninn upp úr gamalli gítarkennsluplötu og Svissneskri heimildarplötu.

The Books – Free Translator

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.