Rjómalagið 2.nóvember: Savanna Tríóið – Á Sprengisandi

Það virðist vera hálfgerð regla að þegar tónlistarmenn ætla að leita í hinn íslenska þjóðlagaarf þurfa þeir að gera það á steingeldan og leiðinlegan hátt.  Sem er merkilegt því að arfleifð íslenskrar tónlistar er á vissan hátt mjög spennandi – rímur, langspil (wikipedia kallar það “traditional icelandic drone zither”! Hversu geggjað er það?), þorraþrælar, draugar og svo framvegis. Þjóðlagatónlist virðist fyrst og fremst vera ætluð útlendingum með fantasískar hugmyndir um landið, en ekki af kreatívum Íslendingum sem vilja leita í söguna til að skapa eitthvað nýtt. Á þessu eru þó nokkrar undantekningar að sjálfsögðu – Hrafnagaldur Sigur Rósar er kannski besta dæmið (held reyndar að það sé ekki hægt að takast illa til ef þú færð Steindór Andersen með þér í lið).  Svo hefur reyndar sumum tekist að taka útlendingapakkann með trompi. Savanna Tríóið gerði a.m.k. eina eðalplötu með íslenskum þjóðlögum: Folk Songs From Iceland árið 1964.  Reyndar er hún greinilegt viðbragð við þjóðlagavakningunni sem var í gangi á sama tíma í Bandaríkjunum. Það breytir því þó ekki að hún er stórkostlega skemmtileg – og þá sérstaklega upphafslagið, banjódrifin útgáfa af “Á Sprengisandi” eftir Sigvalda Kaldalóns við texta Gríms Thomsen.

Savanna Tríóið – Á Sprengisandi

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

2 responses to “Rjómalagið 2.nóvember: Savanna Tríóið – Á Sprengisandi”

  1. Magnús Hákon Axelsson says:

    einhverra hluta vegna þá spilast þetta ekki hjá mér, bara endalaust að bufferast. einhver annar í þannig vanda?

  2. Kristján Guðjónsson says:

    Já heyrðu. Það fokkaðist eitthvað upp. Ætti að vera komið í lag núna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.