Nýtt og gott: Sandro Perri – Impossible Spaces

Líklega besta nýja platan sem ég hef heyrt í nokkrar vikur er platan Impossible Spaces með Toronto-búanum Sandro Perri. Sandro tekst á lúmskan hátt að blanda saman tilraunamennsku og pabbatónlist. Hann notar bæði jazzhljóma, pólýryþma, blásturshljóðfæri og elektróník til að búa til vinalega dramatískt þjóðlagapopp. Kannski hljómar þetta ekki spennandi, en stundum eru það einmitt hlutirnir sem virka ekki á blaði sem virka fullkomlega í hljómi. Það er hægt að hlusta á Impossible Spaces í heild sinni á heimasíðu Constellation Records útgáfunnar, eða þá bara hérna fyrir neðan. Þú gætir allavega notað næstu 10 mínútur í mun heimskulegri hluti en að hlusta á lagið  “Wolfman”.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.