• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Amma Lo-Fi

Amma Lo-Fi er stuttheimildarmynd Orra Jónssonar og Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur með hreyfimyndum Ingibjargar Birgisdóttur um þýsk-dansk-íslensku tónlistarkonuna Sigríði Níelsdóttur. Sigríður er fædd 1930 en hóf að taka upp eigin tónlist þegar hún var komin yfir sjötugt og 7 árum seinna hafði hún gert fleiri en 600 lög sem hún hafði gefið út á 59 geisladiskum (eflaust eitthvað búið að bætast við síðan þá). Sigríður er greinilega ein af þeim fjölmörgu manneskjum sem láta lítið fyrir sér fara og eru eilítið á skjön við það sem eðlilegt þykir í samfélaginu, en þrátt fyrir það (eða einmitt þess vegna) búa yfir fullkomlega ósjálfsmeðvitaðri snilligáfu. Krúttsenan tók hana upp á sína arma, enda passar öll fagurfræði Sigríðar – dótahljóðfæri, eldhúsáhöld, gamaldags heimilisleiki, lo-fi – eins og flís að krúttrassinum.

Fyrir þá sem vilja vita meira, þá er hægt að finna viðtal sem Stuart Rogers tók við Sigríði og Kiru Kiru fyrir nokkrum árum hér.

Öppdeit: Myndin verður víst frumsýmd í Kaupmannahöfn um helgina

Leave a Reply