Dad Rocks komin út

Platan Mount Modern með Dad Rocks! kom nýverið út hér á Íslandi sem og í Bretlandi og Danmörku. Platan er gefin út hér á landi af Father Figure Records í samvinnu við jaðarútgáfuna Kimi Records. Dad Rocks! er sólóverkefni Snævars Albertssonar en hann hefur verið búsettur í Árhúsum undanfarin ár og meðal annars getið sér gott orð sem liðsmaður dönsku sveitarinnar Mimas. Snævar hefur safnað í kringum sig 8 manna hljómsveit og komið fram á virtum tónlistarhátíðum undanfarna mánuði, meðal annars Great Escape í Brighton, Spot hátíðinni í Danmörkum PopKomm hátíðinni í Berlín, Iceland Airwaves og hinni virtu CMJ tónlistarhátíð í New York.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.