Sveim í svart/hvítu

Árið 1995 var haldið upp á 100 ára afmæli kvikmyndasýninga út um allan heim. Í tengslum við aldarafmælið fengu þástarfandi umsjónarmenn tónleika Hins húsins, Curver Thoroddsen og Birgir Örn Steinarsson, þá hugmynd um að setja saman kvöld þar sem framsæknar rafhljómsveitir spiluðu undir þöglum myndum. Á þeim tíma var lítið um tónleikatækifæri fyrir tilraunakenndar rafsveitir og var kvöldið hugsað sem athvarf fyrir þær. Viðburðurinn varð að föstum lið á Unglist á árunum 1995-2000 og þróaðist áfram. Margir af ástsælustu jaðartónlistarmönnum landsins hafa spilað á Sveimi í svart/hvítu m.a. Múm, Plastik, Reptilicus, Hilmar Jensson, Biogen heitinn og Sigur Rós. Í tilefni tuttugu ára afmæli Unglistar verður viðburðurinn endurvakinn með pompi, pragt og tilraunasveitum dagsins í dag. Þeir félagar Birgir og Curver sjá aftur um að skipuleggja herlegheitin.

Sérstaklega gaman er að fá Múm til að rifja upp gömul kynni við Sveimið. Sveitin spilaði tvisvar á viðburðinum, árið 2000 og 1998, en það var eitt af fyrstu skiptunum sem að Múm komu fram. Í ár ætla þau að spinna tónlist óundirbúið yfir seinni hluta kvikmyndarinnar Cabinet of Dr. Caligari. Um er að ræða hryllingsmynd frá árinu 1920 sem fjallar um hin vitskerta Dr. Caligari og svefngengilinn Cesare sem saman fremja hrottaleg morð. Sigursveit Músíktilrauna í ár, Samaris, spila yfir fyrri hluta myndarinnar.

Hin stórskemmtilega Dj. Flugvél og geimskip spilar sína furðutónlist undir surrealísku myndinni Un Chien Andalou eftir Salvador Dalí og Luis Bunuel.

Futuregrapher – TomTom Bike (album-sample)

Klassíska kvikmyndin Faust eftir F. W. Murnau fær við sig tónlist úr þremur áttum. Futuregrapher gaf nýverið út fjórðu breiðskífu sína, TomTom Bike, er inniheldur draumkennda ambient tónlist. Úlfur (listamaðurinn Úlfur Hansson, áður þekktur sem Klive) var að klára nýja plötu og hávaðaseggirnir í Pyrodulia skipta þessari skemmtilegu mynd á milli sín.

Föstudagur 11. nóv.
Tjarnarbíó v/Tjarnargötu kl: 20:00
Ókeypis er inn á alla viðburði Unglistar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.