Rjómalagið 11. nóvember : Shonen Knife – Perfect Freedom

Stúlkukindurnar í Japönsku hljómsveitinni Shonen Knife slá ekki slöku við, en á þessu ári eru hvorki meira né minna en 30 ár síðan hljómsveitin var stofnuð. Ég var að velta því fyrir mér um daginn hví þær líta þá allar út fyrir að vera 18 ára á nýlegu myndbandi þeirra, en það skýrist að hluta af því að fáir upprunalegir meðlimir eru enn með í för. Hinsvegar er forsprakki sveitarinnar og eini upprunalegi meðlimur, söng- og gítarleikkonan Naoko Yamano, nú á sextugsaldri. Pönkið bætir, hressir og kætir greinilega.

Allavegana, þetta er frábær sveit og ef þið hafið ekki kynnt ykkur hana enn þá er sannarlega kominn tími til. Þess má geta að þær vinkonur eru miklir aðdáendur Ramones og koma reglulega fram sem ábreiðubandið The Osaka Ramones. Hérna er hinsvegar nýlegt lag Shonen Knife, af plötu sem kom út í fyrra:

Shonen Knife á Facebook

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.