Ben Frost & Daníel Bjarnason gefa út SÓLARIS

Platan SÓLARIS eftir Ben Frost & Daníel Bjarnason er komin út á alheimsvísu á vegum Bedroom Community. Hún er þegar farin að fá prýðis dóma, til að mynda 8 stjörnur af 10 á hinni virtu tónlistarsíðu Drowned in Sound.

Um er að ræða tónverk eftir Ben Frost og Daníel Bjarnason en íslenskur frumflutningur á verkinu var á Listahátíð í Reykjavík í júní síðastliðnum. Það var Unsound hátíðin í Kraká sem pantaði verkið í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá útgáfu skáldsögunnar Solaris eftir pólska rithöfundinn Stanislaw Lem, en verkið er unnið fyrir Krakársinfóníettuna.

SÓLARIS er samið fyrir þrjátiu strengja- og ásláttarleikara, gítara, rafhljóðfæri og breytt píanó. Um kvikmyndaverk með tónlistinni sáu Brian Eno og Nick Robertson þar sem unnið var upp úr römmum úr Solaris-kvikmynd Andrei Tarkovsky frá árinu 1972.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.