Rjómalagið 14. nóvember : Rádio De Outono – Além da Razão

Af því að það er svo sumarlegt veður úti núna, í það minnsta hér í Reykjavík þar sem ég er staddur, þá er vel við hæfi að fá sólskins-sumarpopp alla leið frá Recife í Brasilíu. Nafnið Radio De Outono er að mér skilst portúgalska og þýðir “‘Útvarp Haustsins”. Illu heilli þá hætti sveitin störfum áður en hún náði nokkrum vinsældum, en jafnvel í Brasilíu er hún svo til óþekkt.

Tónlistina skilgreindu þau sem indie-rokk blandað einhverju sem heitir Jovem Guarda, en það er tónlistarstefna sem átti miklum vinsældum að fagna í Brasilíu á sjöunda áratugnum. Sú tónlist var svo aftur undir áhrifum frá fifties rokk og róli og breskum sixties hljómsveitum. Ég hinsvegar kalla þetta bara “tyggjókúlupopp”, það virðist passa alveg ágætlega. Lagið sem við heyrum í dag heitir “Além da Razão” en það þýðist “Út fyrir endimörk skynseminnar“. Þarna eru margir hlutir sem prýða gott popp; hin ómissandi tambúrína, hetjuleg hljómborðssóló, Big Muff effekt á bassanum og hyldýpis stopp-kaflar. Það er svo alveg sérdeilis magnað að það er ekki einn einasti gítar í laginu.

Rádio De Outono – Além da Razão

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.