Nýtt lag frá Jónsa

Já, þó að Inni Sigur Rósar sé enn glóðvolg þá opinberaði Jónsi nýtt lag nú í vikunni. Um er að ræða lagið “Gathering Stories” sem hann samdi ásamt leikstjóranum Cameron Crowe, en lagið er einmitt að finna í væntanlegri kvikmynd Crowe’s We Bought A Zoo. Jónsi sér reyndar um allt hljóðskorið og er það væntanlegt á diski þann 13. desember. Diskurinn er 15 laga og inniheldur að mestu ný lög og stemmur auk nokkurra kunnuglegra vina, en “Boy Lilikoi”, “Go Do” og “Sinking Friendships” af Go og “Hoppípolla” af Takk Sigur Rósar er einnig að finna þar.

Jónsi – Gathering Stories

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.