Rjómalagið 18.nóvember: Masshysteri – Låt Dom Hata Oss

Mér var bent á sænsku pönksveitina Masshysteri um daginn og get ég svo sannarlega mælt með henni fyrir þá sem fíla poppað pönk, texta á sænsku, strák-stelpu dúettasöng o.s.frv. Masshysteri er stofnuð í pönkbænum Umeå árið 2008 upp úr ösku hljómsveitarinnar The Vicious. Í þeirri sveit var sungið á ensku en með Masshysteri ákvað söngvarinn Robert Petterson að skipta yfir á móðurmálið. “Ég gat bara þóst syngja á Ensku – ég get púllað allar klisjurnar. Stundum er það í lagi, en það kemur í rauninni ekki frá hjartanu. Svona líður með betur með þetta. Færri skilja textana en það er miklu heiðarlegra.”

Sveitin hefur gefið út tvær plötur og rjómalagið “Låt Dom Hata Oss” er á þeirri nýrri, sem er samnefnd sveitinni og kom út í fyrra.

Masshysteri – Låt Dom Hata Oss

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.