Útgáfufögnuður For a Minor Reflection

Hljómsveitin For a Minor Reflection sendi á dögunum að frá sér stuttskífu sem ber hið einfalda heiti „EP” og inniheldur fjögur lög. Af því tilefni efnir sveitin til útgáfufagnaðar miðvikudaginn 30. nóvember nk. á Faktorý þar sem öllu verður tjaldað til. Þeim til halds og trausts verða We Made God og Lockerbie. Húsið opnar kl. 20:00 og herlegheitin byrja síðan stundvíslega kl. 21:00. Miðaverð er einungis 1000 kr. og verður „EP” til sölu á 1500 kr.

Platan var tekin upp í ReFlex Studio í ágúst síðastliðnum undir stjórn Axels Árnasonar, betur þekktur sem Flex. Þetta er þriðja skífa For a Minor Reflection, en á undan „EP” komu „Höldum í átt að óreiðu” frá 2010 og „Reistu þig við, sólin er komin á loft…” frá árinu 2007. Það er óhætt að segja að hljómsveitin feti ótroðnar slóðir á „EP“ sem hefur fengið prýðis viðtökur og dóma.

Hlustið á „EP“ á gogoyoko hér

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.