Stansað Dansað Öskrað

Í tilefni útgáfu heimildarmyndar um ísfirsku hljómsveitina Grafík og að 30 ár eru liðin frá stofnun hennar verður efnt til sýningar og tónleika í Austurbæ 1. desember n.k. Þar munu m.a. hljóma vinsælustu lög hljómsveitarinnar, lög á borð við “Mér finnst rigningin góð”, “Þúsund sinnum segðu já” og “Presley”. Þessi lög eru farin að skipa fastan sess í flóru íslenskra popplaga og hafa ýmsir tónlistarmenn séð ástæðu til að gera ábreiður af þeim þ.á.m. hljómsveitin Hjálmar og hljómsveitin Ourlives í samstarfi við Barða Jóhansson.

Leikstjórar myndarinnar eru ljósmyndarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Bjarni Grímsson og Frosti Runólfsson en einnig kom Jónatan Garðarsson að verkinu. Myndin spannar feril hljómsveitarinnar og hefur verið meira og minna í vinnslu síðan árið 2004.

Jafnframt fylgja með tveir diskar með úrvali laga hljómsveitarinnar ásamt tveimur nýjum lögum þ.á.m. laginu “Bláir fuglar” sem þegar er farið að hljóma á öldum ljósvakans. Lagið er samið rétt fyrir andlát trommuleikarans Rafns Jónssonar af þeim Helga Björnssyni, Rúnari Þórissyni og Rafni en textinn er eftir Helga.

Grafík – Húsið og Ég

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.