Ný dúettaplata Svavars Knúts og Kristjönu Stefáns

Meistari Svavar Knútur sendi frá sér fréttatilkynningu og birtum við hér úrdrátt úr henni:

Við Kristjana Stefáns vorum að gefa út dúettaplötu sem heitir Glæður. Hún er svakalega góð og innileg og okkur þykir afskaplega vænt um hana. Hún er sumsagt fáanleg í öllum betri plötu- og bókabúðum og líka í Hagkaupum og virðist vera byrjuð að renna út eins og Johnson’s Baby Lotion yfir bringuna á Fabio.

Svo er s.s. kominn síngúll, sem er kóverið okkar á lagi sem Styx gáfu út fyrir löngu síðan og heitir “Boat on the river”. Það er svona æskuminningalag okkar beggja og okkur langaði til að búa til netta voð af því sem héldi tryggð við upprunalegu hugmyndina en breyttum samt smá elementum í laginu.

Þar hafið þið það.

Svavar Knútur og Kristjana Stefáns – Boat On The River

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.