Kraumslistinn – Úrvalslisti 2011

Kraumur tilkynnti nú í dag hvaða 20 plötur lenda á úrvalslista þeirra þetta árið. Markmið Kraumslistans er að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með sérstöku tilliti til þeirra sem yngri eru. Viðurkenna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Framkvæmd Kraumslistans 2011 er með þeim hætti að sex manna dómnefnd valdi 20 plötur á Úrvalslista Kraumslistans en við honum tekur 20 manna dómnefnd og velur bestu plöturnar þannig að eftir standa 5 til 6 verðlaunaplötur

Dómnefnd Kraumsverðlaunanna er skipuð 20 aðilum sem allir hafa mikla reynslu af því að hlusta á og fjalla um íslenska tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðla. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson.

Í úrvalslistanefnd áttu sæti ásamt  Árna Matthíassyni: Andrea Jónsdóttir, Trausti Júlíusson, Egill Harðarson, Helena Þrastardóttir og Hildur Maral Hamíðsdóttir.

Úrvalslisti Kraumslistans 2011:

 • ADHD – ADHD2
 • Anna Þorvalds – Rhízoma
 • Ben Frost og Daníel Bjarnason – SÓLARIS
 • Dead Skeletons – Dead Magick
 • FM Belfast – Don’t want to sleep
 • For a Minor Reflection – EP
 • Helgi Hrafn Jónsson – Big Spring
 • Hljómsveitin Ég – Ímynd Fíflsins
 • Lay Low – Brostinn Strengur
 • Nolo – Nology
 • Of Monsters and men – My Head is an Animal
 • Ofvitarnir – Stephen Hawking/Steven Tyler
 • Ragga Gröndal – Astrocat Lullaby
 • Reykjavík! – Locust Sounds
 • Samaris – Hljóma Þú (ep)
 • Sin Fang – Summer Echoes
 • Skurken – Gilsbakki
 • Snorri Helga – Winter Sun
 • Sóley – We Sink
 • Sólstafir – Svartir Sandar

Tilkynnt verður hverjir skipa lokalistann föstudaginn 16. desember

Regluverk Kraumslistans má finna á heimasíðu Kraums: www.kraumur.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.