Útgáfutónleikar Low Roar á Kex Hostel

Fimmtudaginn 29. desember heldur Low Roar útgáfutónleika sína í salnum Gin & Tonic á Kex Hostel.

Fyrsta plata Low Roar (samnefnd sveitinni) hófst sem einstaklingsverkefni Ryan Karazija en hann tók hana upp að mestu heima í stofu síðastliðinn vetur í nýju landi, í nýrri borg. Segja má að þessi fallega en ljúfsára plata endurspegli að miklu leiti tilfinningar höfundar á þessum tímamótum sínum hér í Reykjavík en það voru vissulega viðbrigði að flytja til Íslands frá hinni sólríku Kaliforníu.

Tónlist Low Roar er lágstemmd, sveimandi og afar tilfinningarík. Ryan býr yfir mjög fallegri rödd sem setur mikinn blæ á tónlistina sem minnir kannski á Radiohead á tíunda áratugnum svo eitthvað sé nefnt. Innkoma Júlíusar Óttars Björgvinssonar í sveitina setur einnig mikinn svip á lögin en hann spilar á orgel og hljómborð. Saman hafa Ryan og Júlíus leikið á fjölmörgum tónleikum í Reykjavík síðustu mánuði auk þess að fara í stutta tónleikaferð um Kaliforníu.

Um útgáfu plötunnar hér á Íslandi sér Low Roar en Tonequake gefur út í hinum stóra heimi. Tonequake er í eigu Andrew Scheps sem hefur unnið við hljóðblöndun og tónjöfnun fyrir fjölmarga listamenn á borð við Metallica, U2, Red Hot Chili Peppers, Weezer, Green Day og fleiri. Scheps hefur einnig unnið með Rick Rubin, Johnny Cash, Neil Diamond og Iggy Pop við plötur þeirra. Andrew lítur á Tonequake Records sem heimili fyrir næstu kynslóð af framúrskarandi tónlistarfólki en hann sá einnig um að hljóðblanda Low Roar.

Eins og áður segir fara tónleikarnir fram fimmtudaginn 29. desember klukkan 20:00 og er aðgangseyrir enginn.

Low Roar – Friends Make Garbage, Good Friends Take It Out

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.