• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Ragnar Sólberg nýr gítarleikari Pain of Salvation

Í dag tilkynnti sænska progg-rock/metal sveitin Pain of Salvation um val á nýjum gítarleikara fyrir komandi tónleikaferðalag sveitarinnar í Evrópu. Hljómsveitin hefur undanfarna mánuði tekið við umsóknum hvaðanæva úr heiminum fyrir stöðu gítarleikara en samkvæmt heimasíðu sveitarinnar skar sveitin niður í um 100 listamenn áður en hún bauð fimm gítarleikurum í heimsókn. Var þar mættur einn Svíi, einn Englendingur, einn Frakki, einn þjóðverji og eitt stykki Íslendingur. Íslendingurinn Ragnar Sólberg Rafnsson (Zolberg) bar stóð fremstur meðal jafningja eftir þungar áheyrnarprufur og tekur stað Johan Hallgren sem gítarleikari Pain of Salvation. Hallgren ákvað að yfirgefa sveitina til að einbeita sér að fjölskyldulífinu í Svíþjóð eftir síðustu tónleikaferð sveitarinnar með sænsku risunum Opeth. Hafði Hallgren verið meðlimur POS frá árinu 1998. Hljómsveitin hefur þá verið til í ansi mörgum myndum allt frá árinu 1984 og er aðeins einn upprunalegur meðlimur eftir í herbúðunum. Sá er söngvarinn og gítarleikarinn Daniel Gildenlöw. Það verða þá þeir Daniel Gildenlöw, trommarinn og fransmaðurinn Léo Margarit og Ragnar Sólberg Rafnsson sem munu þeysast um Evrópu frá miðjum febrúar þetta árið.

Má telja þetta stórt stökk fyrir íslenskan tónlistarmann en Ragnar hefur verið að gera það gott frá unglingsárum hér á landi sem erlendis með hljómsveit sinni Sign en hefur undanfarin ár einbeitt sér að sólóverkefni sínu í Svíþjóð þar sem hann er búsettur ásamt unnustu sinni og börnum. Sign aðdáendur sem aðdáendur Pain of Salvation geta glaðst en þó má telja öruggt að Ragnar hafi engan veginn sagt skilið við fyrrum stöðu sína í Sign sem skýtur upp höfði sínu án vandkvæða hér á landi sem erlendis enn þann dag í dag.

Mynd: www.echte-leute.de/

 

1 Athugasemd

  1. Sigvaldi Ástríðarson · 06/01/2012

    Djöfull er þetta flott hjá honum.

Leave a Reply