Úlfur Úlfur og Emmsjé Gauti með myndband

Íslenska rapphljómsveitin Úlfur Úlfur hefur verið iðin við að pumpa út efni bæði í hljóði og mynd og tónleikahald allt frá stofnun sveitarinnar á síðasta ári. Sveitin var stofnuð af þeim Arnari Frey Frostasyni og Helga Sæmundi Kaldalón Guðmundssyni eftir slit hljómsveitarinnar Bróðir Svartúlfs en Bróðir Svartúlfs stóðu uppi sem sigurvegarar Músíktilrauna fyrir nokkrum árum og hreif rímnaflæði Arnars Freys og rokk/popp grúv sveitarinnar bæði dómnefnd og landann með sér.
Nýja verkefnið, Úlfur Úlfur, einblínir þó meira á rapp/hip-hop senuna og ásamt Þorbirni Einari hefur sveitin komið út sinni fyrstu plötu. Ber hún heitið Föstudagurinn Langi. Voru drengirnir afar gjafmildir og gáfu plötu sína aðdáendum og áhugasömum á heimasíðu sinni, Úlfurúlfur.com.

Fyrir stuttu hélt sveitin frumsýningarpartý á myndbandi við lagið Á Meðan Ég Er Ungur en þar fá þeir þar til liðs við lagasmíðarnar rapparann Emmsjé Gauta og Óróa-stjarnan Atli Óskar Fjalarson sér um leikræna túlkun í aðalhlutverki myndbandsins. Gjössovel!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.