Streymdu: Mark Lanegan Band – Blues Funeral

Í dag ákvað tónlistartímaritið Mojo að streyma nýjustu plötu Mark Lanegan, Blues Funeral, í heild sinni á heimasíðu sinni.

Mark Lanegan stökk fyrst fram á svið tónlistarinnar árið 1985 með hinni liðnu gruggrokksveit Screaming Trees en hefur alla daga síðan verið iðinn við útgáfu með listamönnum á borð við Isobel Campbell (Belle & Sebastian), Soulsavers, Twilight Singers, Gutter Twins og Queens of The Stone Age. Auk þess sem hann ljáði dimman barka sinn í gruggsúpergrúppuna Mad Season árið 1995. Lanegan sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu árið 1990 (Winding Sheet) en stærsta sólóplata hans er án efa platan Bubblegum frá árinu 2004 sem varð sú sjötta í röðinni. Áttunda platan, Blues Funeral, hefur vægast sagt tekið sinn tíma í mótun og hafa aðdáendur Lanegan beðið hennar með mikilli eftirvæntingu. Fyrsta smáskífa plötunnar, The Gravedigger´s Song, kom út nú rétt fyrir jól og er Blues Funeral væntanleg í hillurnar þann 6.febrúar nk.

Takið forskot á sæluna og hlýðið á þennan dimma barka flæða hér.

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.