Nýr og dularfullur listamaður stígur fram: Gabríel

Sumir hafa kannski tekið eftir glænýju lagi sem kallast “Stjörnuhröp” og hefur dreifst milli Facebooksíðna og blogga á síðustu sólarhringum. Lag þetta gefur tóninn fyrir nýtt afl í íslensku hiphopi; en það er íslenskur listamaður sem er heldur betur dularfullur. Hann gefur út lagið undir listamannsnafninu Gabríel og vill ekki láta síns rétta nafns getið. Í tilkynningu segir að listamaðurinn hafi um árabil verið virkur í íslensku tónlistarlífi en feti nú nýjar slóðir undir þessu listamannsnafni. Merkilegt það! Einhverjar kenningar hafa heyrst um hver listamaðurinn knái geti verið, en myndir sem fylgdu tilkynningu sýna hann með grímu svo erfitt er að bera kennsl á andlitið.

“Stjörnuhröp” er einkar áhlýðilegt popplag sem auk Gabríels skartar þeim Opee (O.N.E., Quarashi, Original Melody) og Valdimar Guðmundssyni (Valdimar). Kannski ekki úr vegi að leyfa ykkur bara að heyra hér að neðan og svo má finna Gabríel á Facebook hér. Einnig má niðurhala laginu frítt í takmarkaðan tíma á heimasíðu Gabríels.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.