Gamlar hugmyndir og nýjir vinir

Leonard Cohen er líklega ódauðlegur. Hann virðist að minnsta kosti skrimta fram í það óendanlega og því til sönnunar sendi hann frá sér nýja plötu nú á dögunum. Skífan heitir Old Ideas og er tólfta hljóðversplata Cohens á 45 ára ferli. Í tilefni útgáfunnar hefur Columbia útgáfufyrirtækið fengið nokkra yngri listamenn til að þekja lög kallsins og  nefnist uppátæki Old Ideas With New Friends. Meðal þeirra sem taka þátt eru Cults, Cold War Kids, Mountain Goats og Deerhunter/Atlas Sound forsprakkinn Bradford Cox, en búast má við að fleiri þekjur bætist við á síðuna á næstu vikum.

 

Tónlistartímaritið MOJO er líka með puttann á púlsinum og safnaði saman ýmsum fínum Cohen þekjum fyrir nýjasta tölublaðið sitt. Búta má finna á Soundcloud:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.