Iceland Airwaves – fyrstu böndin tilkynnt

Iceland Airwaves taka árið snemma og hafa nú tilkynnt fyrstu tíu nöfnin fyrir komandi hátíð.

Að utan kemur breska gítarpoppbandið Django Django og samlandar þeirra Daughter sem lýsa sér sem tilraunakenndu folkdúói. Tvö bönd frá Brooklyn í New York munu svo mæta; rafgothararnir í Exitmusic og hin poppuðu Friends sem líklega munu koma einhverjum til þess að hreyfa sig á dansgólfinu.

Nokkur kunnugleg íslensk bönd hafa einnig staðfest spilerí á hátíðinni: Prins Póló, Sykur, SamarisThe Vintage Caravan, Úlfur Úlfur og Sóley – sem einmitt átti plötu nýliðins árs hér á Rjómanum.

Hátíðin verður haldin 31. október til 4. nóvember næstkomandi og má nálgast allar helstu upplýsingar og miða á nýuppgerðri heimasíðu Airwaves.

 

Daughter – ‘Medicine’ (Taken from ‘The Wild Youth’ EP) by ohDaughter

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.