Belle and Sebastian þekja Primitives

Í mars er væntanleg ný plata í LateNightTales útgáfuröðinni, sem eru safndiskar sérlega settir saman af ákveðnum hljómsveitum. Belle and Sebastian sjá nú í annað skiptið um valið, en meðal annarra sem komið hafa að útgáfuröðinni eru Air, MGMT og Flaming Lips.

Þema útgáfuraðarinnar er einfaldlega að gera safnplötur sem henta síðla um kvöld – og er hljómsveitunum því gefinn nokkur veginn lausur tauminn í lagavali. Yfirleitt láta þær svo fylgja eins og eitt áður óútgefið lag til að laða enn frekar að aðdáendur. Fyrir nýjustu LateNightTales þakti Belle and Sebastian því lag “Crash” sem breska jaðarpoppsveitin The Primitives gaf út árið 1988.

Úr herbúðum Belle and Sebastian er það þó helst að frétta að fyrirliðinn Stuart Murdoch er á fullu að undirbúa söngva- og dansamynd byggða á God Help The Girl plötunni. Ef nægir peningar safnast mun kvikmyndin vera tekin upp í sumar og jafnvel frumsýnd strax næsta vetur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.