• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Nýtt frá Beach House: Myth

Hljómsveitin Beach House birti óvænt í morgun nýtt lag á heimasíðu sinni. Lagið “Myth” mun væntalega vera á næstu skífu sveitarinnar, sem verður sú fjórða sem bandið sendir frá sér (eins og lesendur muna þá var Teen Dream plata ársins hér á Rjómanum árið 2010 og Devotion skoraði einnig hátt á árslistanum 2008).

Enn sem komið er hafa hvorki sveitin né útgáfufyrirtækið Sub Pop sent frá sér tilkynningu um plötuna, en óstaðfestar munnmælasögur segja að gripurinn komi út um miðjan maí og muni bera heitið Bloom.

En þangað til … streymið “Myth” hér…

Leave a Reply