• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

AMFJ sendir frá sér BÆN

  • Birt: 17/03/2012
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 0

Hljómplatan BÆN verður fáanleg í öllum betri hljómplötuverslunum 21. mars næst komandi. Platan er þriðja útgáfuverkefni AMFJ (Aðalsteins MotherFucking Jörundssonar) og það fyrsta sem kemur út á geisladiski. Tónlist AMFJ er að öllu jöfnu lýst sem óhljóðatónlist og/eða listrænt ágengri raftónlist. Platan er ágeng og hávær en AMFJ sækir innblástur víða og meðal annars til íslenskrar samtíðar, dauðarokks og þjóðsagna. Á plötunni er ekki fetaður meðalvegur heldur takast á brjálæðislegar hæðir og tilfinningaþrungnar lægðir. Það er því ekki hægt að segja að platan sé aðgengileg fyrir hinn dæmigerða tónlistarneytanda. BÆN er krefjandi plata fyrir lengra komna.

BÆN var unninn í samvinnu við Valdimar Jóhannsson (Reykjavík!, Lazyblood) og gefin út af FALK Í desember 2011.

Leave a Reply