Valgeir Sigurðsson semur tónlist við The Architecture of Loss

Valgeir Sigurðsson hefur haft í nógu að snúast undanfarið, en þar ber hæst að nefna tónlist sem hann samdi fyrir glænýtt verk eftir Stephen Petronio, The Architecture of Loss.

Petronio er einn virtasti danshöfundur okkar tíma og þykir sérlega naskur á að velja sér samstarfsfólk sem hæfir verkunum hans. Hann hefur áður unnið með tónlistarmönnum á borð við Rufus Wainwright, Lou Reed, Nick Cave og Yoko Ono, til að nefna einhver nöfn. Árið 1984 stofnaði hann sitt eigið dansfélag sem hefur aðsetur í New York en hefur verið duglegt að ferðast um allan heim og setja upp sýningar víða.

The Architecture Of Loss er glæsilegt verk sem er samið fyrir ellefu dansara. Verkið á sér fleiri norrænar rætur en tónlist Valgeirs, því færeyska hönnunarteymið Gudrun & Gudrun sér um búningana og hin færeyska Rannvá Kunoy um sjónrænu hlið verksins.

Frumsýning á verkinu fór fram í Joyce leikhúsinu í New York í síðustu viku við frábærar undirtektir. Auk Valgeirs er flutningur tónlistarinnar í höndum Nadiu Sirota og Shahzad Ismaily, en þau hafa unnið mikið með Bedroom Community í gegnum árin. Fyrirhuguð er svo ferð um norðurlöndin í haust til að sýna verkið, að sjálfsögðu með stoppi í Reykjavík.

The Architecture of Loss from Blake Martin on Vimeo.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.