Nýtt lag og myndband frá Prinspóló

Prinspóló sendi í dag frá sér nýtt lag og heitir það “Landspítalinn”. Lagið er meðal annars óður til upphafs- og endastöðvar þeirra Íslendinga sem kjósa að fæðast á Landspítalanum. Þetta er ekki fyrsta þemalagið sem Prinspóló sendir frá sér því á plötunni Jukk er að finna lagið “Mjaðmir” sem er stuðningslag fótboltafélagsins KF Mjöðm, en það er önnur saga.

Til að kóróna allt saman þá kemur líka út myndband við lagið en það er hin konunglega hirð sem græjaði það. Hægt er að horfa á myndbandið á heimasíðunni www.prinspolo.com en lagið er svo fáanlegt til kaups og niðurhals á www.gogoyoko.com, nema hvað!

Samverkafólk Prinsins við gerð lagsins og myndbandsins voru Berglind Häsler, Árni Rúnar Hlöðversson, Kristján Freyr Halldórsson, Guðm. Kristinn Jónsson, Birgir Jón Birgisson, Baldvin Esra Einarsson, Loji Höskuldsson og einhverjir fleiri.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.