• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Nýtt erlent og áheyrilegt

Eðlilega berst manni alltaf eitthvað spennnandi yfir hafið til áheyrnar og langar mig að deila rjómanum af því með ykkur.

Fyrstann má nefna hinn fjölhæfa Andrew Bird sem kominn er með nýja plötu sem nefnist Break it yourself. Hér að neðan sjáum við kappann flytja lagið “Eyeoneye” í þættinum Colbert Report. Mér þykir nauðsyn mikil að flytja Fuglinn inn svo íslenskir tónlistaráhugamenn fái hann augum borið. Airwaves kannski?

Svo er það Seattle-bandið The Pharmacy með sitt léttlyfjaða gruggpopp. Í síðasta mánuði kom út EP platan Dig your grave og hljómar hún eitthvað á þessa leið:

Næst má nefna Parísarsveitna Mondrian sem flytja eðal franskt popp. Ég hef lengi beðið eftir því að umheimurinn taki eftir þessu bandi. Hvort hann gerir það eftir að hafa heyrt þeirra nýjustu afurð, Flood of kool, skal ósagt látið en áheyrileg er hún þó.

Að lokum tel ég til stúlku frá Detroit sem heitir Alex Winston en hún gaf út þann þrettánda þessa mánaðar plötuna King Con. Aðdáendur Sufjan Stevens og Joanna Newsome ættu að leggja vel við hlustir. Meðfylgjandi lag er búið að vera í endurtekinni spilun hjá mér undanfarna daga og sér ekki fyrir endann á þeirri síbylju enn.

Alex Winston – The Fold

Audio clip: Adobe Flash Player (version 9 or above) is required to play this audio clip. Download the latest version here. You also need to have JavaScript enabled in your browser.

Egill er ritstjóri Rjómans, vefhönnuður, bloggari, faðir, hundaeigandi og tónlistar- og fótboltaunnandi. Egill hefur m.a. setið í dómnefnd Kraums Tónlistarsjóðs, fagráði Airwaves og verið álitsgjafi um ýmislegt tengt tónlist og tengdum málefnum.

Leave a Reply