Legend gefur út Fearless

Fyrsta breiðskífa Legend kemur í verslanir miðvikudaginn 4. apríl næstkomandi. Platan nefnist FEARLESS og inniheldur 10 lög, þar á meðal “Sister”, sem gerði það gott á öldum ljósvakans fyrir skemmstu.

Tónlistina á FEARLESS má flokka sem drungalegt norrænt rafpopp í anda Depeche Mode og Knife. Platan kemur út samtímis á geisladiski og vínylplötu í sérlega glæsilegum og vönduðum umbúðum.

Legend er skipuð þeim Krumma Björgvinssyni og Halldóri Á. Björnssyni. Þeir hafa áður starfað saman í hljómsveitinni Esju. Legend varð til árið 2009 og heitir í höfuðið á samnefndri ævintýramynd Ridley Scott frá árinu 1985.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.