• facebook
  • soundcloud
  • twitter
  • youtube
  • mail

Tónleikaröðin Stopover Series hefur göngu sína

  • Birt: 31/03/2012
  • Höfundur:
  • Skoðanir: 1

– samstarfsverkefni Kimi Records, Kex Hostel, Icelandair, Gogoyoko, Hörpu og Reyka.

Stopover series #1:

Fyrstu tónleikar í tónleikaröðinni Stopover Series verða í Hörpu þann 17. apríl næstkomandi. Fram koma This Will Destroy You og kimono. This Will Destroy You er bandarísk jaðarrokksveit ættuð frá Texas og mun ljúka mánaðarlöngum Evróputúr hér á landi. Miðasala hefst þriðjudaginn 3. apríl og fer fram á www.harpa.is og www.midi.is. Tónleikarnir fara fram í Kaldalóni og því er um afar takmarkað magn af miðum í boði. This Will Destroy You mun einnig leika á litlum kynningartónleikum í Kex hosteli þann 15. apríl, ásamt Náttfara. Frítt er inn á þá tónleika.

Um Stopover Series:

Stopover Series er tónleikaröð sett saman og studd af Kimi Records, Kex Hostel, Icelandair, Hörpu, Gogoyoko og Reyka. Stopover Series hefur það markmið að bjóða upp á tónleika með reglulegu millibili með spennandi jaðarhljómsveitum að erlendum uppruna, ætlunin er að auðga tónlistarlíf borgarinnar og auka fjölbreytni. Boðið verður upp á 4-5 tónleika á hverju ári. Fyrirkomulagið er þannig háttað að hljómsveitir nýti sér kosti leiðarkerfis Icelandair og stoppi hér á leið sinni yfir Atlantshafið og nýti hér tímann til tónleikahalds og hvíldar. Munu þær njóta gestrisni Kex Hostels og fá að spila í frambærilegasta tónleikahúsi heims, Hörpu. Þeir sem standa að tónleikaröðinni eru Kimi Records, Kex Hostel, Icelandair, Harpa, Gogoyoko og Reyka Vodka, en þeir munu sjá til þess að allir séu í stuði.

Um This Will Destroy You:

This Will Destroy You er bandarísk rokksveit búsett í Texas fylki. Þeir hafa verið starfandi frá árinu 2005 og gefið út tvær breiðskífur. Sú síðari, Tunnel Blanket, kom út á síðasta ári og hlaut afbragðsviðtökur hvívetna. Tónlist þeirra flokkuð sem síðrokk en er augljóslega undir áhrifum frá drunrokki og skóglápi. This Will Destroy You hafa átt fjölmörg lög í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum undanfarin ár og eiga þeir til dæmis lag í óskarskvikmyndinni Moneyball.

Um kimono:

Íslenska rokksveitin kimono fagna 10 ára afmæli sínu um þessar mundir með ýmsum hætti, meðal annars með útgáfu á tónleikaupptökum sem og tónleikahaldi ýmiskonar. Tónleikar kimono með This Will Destroy You eru liður í afmælisárinu og munu þeir flytja þétt og yfirgripsmikið sett sem spannar allan feril þeirra. Síðasta plata kimono, Easy Music For Difficult People, kom út árið 2009 hjá Kimi Records og hlaut einróma lof gagnrýnenda og var meðal annars valin plata ársins af Morgunblaðinu.

1 Athugasemd

  1. This Will Destroy You til Íslands | Rjóminn · 04/04/2012

    […] og Rjóminn greindi frá fyrir stuttu eru bandarísku síðrokkararnir í This Will Destroy You væntanlegir hingað til […]

Leave a Reply