Nýtt erlent til áheyrnar

Hér eru nokkur lög erlendis frá, nokkuð úr alfaraleið, sem flotið hafa yfir hafið og í eyru og vit ritstjóra. Ekkert annað í stöðunni en að deila því með lesendum vorum. Gjörið svo vel.

Exitmusic – Passage

Fyrsta smáskífan af væntanlegum samnefndum frumburði Brooklyn-sveitarinnar Exitmusic. Einhverskonar post-punk-rokk með tilfinningaþrungnum söng sem sækir á með hverri hlustun.

The Cast of Cheers – Animals

Írskur kvartett sem flytur snaggaralegt popp með math-rock ívafi og örlitlu afro eitthvað í bland. Fyrsta alvöru plata sveitarinnar er væntnaleg í sumar og mun heita því fjölskylduvæna nafni Family. Um að gera að stilla tónlistarradarinn á þetta ágæta band.

The Shutes – She Said

Frá Isle of Wight kemur áhugavert band sem kallar sig The Shutes. Þeirra nýjasta afurð er EP platan Echo of Love sem er vel þess virði að næla sér í.

Wildeflower – Good Girl

Afar áheyrileg fyrsta smáskífa frá létt sækadelísku folk-bandi á uppleið. Veit ekki mikið um þessa sveit en ef væntanleg lög hennar hljóma öll jafn vel og þetta mun hún eflaust vera á allra vörum. Fylgjumst spennt með.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.