Útgáfutónleikar fransk-íslensku hljómsveitarinnar Klezmer Kaos á Nasa

Fransk-íslenska verðlaunahljómsveitin Klezmer Kaos blæs til útgáfutónleika þann 28. apríl næstkomandi í tilefni fyrstu plötu sveitarinnar, Froggy, sem kom út í Frakklandi og á Íslandi í byrjun þessa árs. Hljómsveitin hefur komið fram um alla Evrópu, tekið þátt í alþjóðlegum keppnum og samið tónlist fyrir ljósvakamiðla í Frakklandi. Ef marka má íslenska fjölmiðla verður um að ræða seinustu tónleika sveitarinnar á NASA, en hún hefur tvívegis haldið þar tónleika fyrir troðfullu húsi.

Platan Froggy leiðir hlustanda í gegnum glundroðakennt ferðalag sem hefst með fugla-, flugu- og froskahjali, kemur við í óbyggðum íslenskrar náttúru en endar í rafmögnuðum rokkfílingi. Platan var tekin upp í Tankinum á Flateyri og sá Önundur H. Pálsson um upptökur og masteringu, en mastering var í höndum Hafþórs Karlssonar. Hægt er að nálgast plötuna í verslunum Skífunnar, 12 Tóna og Smekkleysu.

Húsið opnar kl. 20:30 og sér hin fjöruga hljómsveit Varsjárbandalagið
um upphitun. Miðasala er hafin á midi.is og miðaverð er 3.000 kr.

One response to “Útgáfutónleikar fransk-íslensku hljómsveitarinnar Klezmer Kaos á Nasa”

  1. […] a French-Icelandic accordion-centric punky klezmer band. I heard them from the icelandic muic blog Rjóminn. Here’s a […]

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Connect with Facebook

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.